Frá trilluni Lúkasi ÍS-71 hafa verið greind 237 allt úr þorski veiddum á línu á tímabilinu júní 2001 - mars 2003. Staðsetning sýnanna er sýnd á mynd 38. Meðalmagafylli í sýnunum er 0.26% og fjöldi tómra maga um 21%. Er þetta mjög lítil magafylli miðað við það sem er í sýnum frá öðrum bátum.
Sé litið á samsetningu fæðunnar (mynd 39 er engin ein bráð sem sker sig úr og talsvert um orkulitla fæðu eins og slöngustjörnur. Litli trjónukrabbi er algengasta fæðan bæði hvað varðar tíðni og magafylli en síli er algengasta fiskbráðin. Almennt bendir samsetning fæðunnar þó til þess að þorskurinn sé í litlu æti og éti allt sem tif fellur.
![]() |