Frá Netabátnum Saxhamri er búið að greina 1036 sýni frá febrúar 2002 - maí 2003. Sýnin eru nær öll frá Breiðafirði eins og sést á mynd 31. Meðalmagafylli er 1.2% og af því um 60% loðna. (mynd 25). UM loðnutímann er magafylli mjög mikil og minnkar hratt þegar loðnan hverfur. Ekki var safnað sumarið 2002 en athyglisvert er hve fæðumagn í mögum (mest síli) vex frá september til desember 2002 og er í desember svipað og það var um loðnutímann.