Hér að framan hefur verið stiklað á stóru varðandi niðurstöður úr söfnuninni. Niðurstöður eru í sjálfu sér eins og við er að búast, loðna er langmikilvægasta fæðan, einkum á tímabilinu október-nóvember til mars en um sumartímann er síli talsvert áberandi. Lítið er um kolmunna nema hjá Bergey en það er líka eina skipið sem er djúpt út af suður og suðausturlandi á þeim tíma þegar búast má við kolmunna þar. Talsvert er einnig af síld en þar er um að ræða frekar fáa fiska með mikið magn í maga. Dæmi voru um að síldarhausar fundust í mögum þorska sem veiddust rétt hjá skipum sem flaka síld um borð en þau sýni voru skráð sem ???.
Þorskur sem er í loðnu virðist hafa mikið meiri fæðu í maga en annar
þorskur og gildir þetta einkum þegar loðnan er komin í
hrygningarástand og er væntanlega auðveld bráð. Eins og minnst var á
í inngangi þarf að taka tillit til þess að meltingarhraði eykst með
hitastigi og að stórar máltíðir endast lengur í maga þegar verið er að
yfirfæra magainnihald í át. Eins og þar kom fram er oft
miðað við að meltingarhraði aukist um 10% fyrir hverja gráðu og að
meltingarhraði sé
(eða
þar sem
er magainnihald. Í samantektum þeim sem hér hafa verið gerðar er
oft litið á meðalmagafylli. Ef litið er á dreifingu magafylli (mynd
48 og mynd 49) sést að dreifing sýnanna er
yfirleitt þannig að megnið af fiskunum er með litla fæðu í maga
(talsvert margir tómir) en nokkrir með mjög mikið magn. Með svona
skakkar dreifingar er notkun á beinu meðaltali eins og hér er notað
frekar vafasöm og etv. eðlilegra að breyta magainnihaldi í ``át'' með
einhverju meltingarhraðalíkani eða nota einhverja þá tölfræðigreiningu
sem hentar betur eiginleikum gagnanna.
Niðurstöður benda til að þegar hrygningarloðnan er gengin hjá sé víðast mjög lítil fæða í 1 - 2 mánuði en svo aukist hún aftur. Hins vegar er fæðumagn í mögum að sumri yfirleitt mun minna en á veturna (tafla 16) þegar þorskurinn er í loðnu. Þó ber að hafa í huga að þorskur sem er að éta loðnu fyrir norðan land er yfirleitt í mun kaldari sjó en t.d þorskur sem er að éta sandsíli þ.a meltingarhraði gæti verið mun minni.
tmp | jan | feb | mar | apr | maí | jún | júl | ág | sept | okt | nóv | des |
Magafylli prósent | 0.7 | 1.2 | 1.9 | 1.2 | 0.4 | 0.4 | 0.7 | 0.7 | 0.8 | 0.8 | 1.3 | 1.6 |
Prósent tómra | 23.5 | 25.3 | 37.0 | 34.0 | 35.1 | 27.7 | 16.5 | 15.6 | 17.2 | 13.5 | 12.9 | 14.3 |
Tafla 16 sýnir meðalmagafylli eftir veiðarfærum og einnig eftir veiðarfærum og árstíma skipt í sumar (apríl - september) og vetur (nóvember - mars). Sést að minnst er í mögum þeirra fiska sem veiðast á línu og handfæri en í önnur veiðarfæri og er einkum lítið í fiski sem veiðist á línu. Þetta kemur ekki á óvart en gott er að muna að aðeins er byggt á einum línubáti og einum handfærabáti sem veiða á afmörkuðu svæði. Sé litið á hlutfall (alveg) tómra maga skera krókaveiðarfærin sig ekki úr og það er í netin sem fiskur með tóma maga virðist fást og tengist það væntanlega því að hann er að hrygna og hefur því um nóg annað að hugsa en að éta. Hins vegar fæst einnig fiskur í netin sem er troðin af hrygnandi loðnu þ.a meðalmagafylli verður nokkuð mikil.
Sjálfrán kemur lítið fram í þeim sýnum sem greind hafa verið en búast má við að það sé mest áberandi hjá handfærabátum að hausti en tiltölulega lítið hefur verið greint af handfærasýnum.
Rækja er mjög lítið áberandi í þeim sýnum sem hefur verið safnað miðað við það sem sést í magasýnum sem safnað hefur verið af Hafrannsóknastofnuninni. (1.2% á móti 6.7%) og rétt skríður inn á topp 10 listann (mynd 47). Skýrist þetta aðallega af því hvar sýnin eru tekin en mjög lítið er veitt af þorski á uppeldisslóðum hans fyrir norðan land en á þeim svæðum er rækja mikilvæg fæða.
Enn eru hlutfallslega fá sýni greind yfir sumartímann. Eitthvað er enn ógreint þó ljóst að dekka þarf tímabilið apríl-september betur enda fæða þorsks á þeim tíma mjög ólík því sem er að vetri.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |