Hér að framan hefur niðurstöður frá einstökum skipum verið lýst. Nú gæti verið áhugavert að nýta þessar niðurstöður til að fá einhvers konar heildaryfirlit yfir fæðu þorsks á þessum tíma en þá vaknar sú spurning hvernig eigi að leggja saman þar sem ekki er vitað hve mikið er af þorski á hverju svæði á hverjum tíma.
Frekar en að gera ekki neitt var hér farin sú leið að slá öllum sýnum saman sem er að sjálfsögðu ekki rétt þar sem sum svæði þar sem lítið hefur verið safnað (austurmið) fá of allt of lítið vægi en önnur (Breiðafjörður) of mikið. Einnig er ólíklegt að söfnun mismunandi veiðarfæra sé í samræmi við hlutfall þorskstofnsins sem er aðgengilegur fyrir það veiðarfæri. Því verður þessi samantekt pínulítið eins og að leggja saman appelsínur og epli en hún getur verið upplýsandi ef menn vita af þeim fyrirvörum sem eru.
![]() |