next up previous
Next: Yfirlit yfir söfnun Up: grein Previous: grein

Inngangur

Verulegum fjölda þorskmaga hefur verið safnað af Hafrannsóknastofnuninni á hverju ári í yfir 25 ár. Söfnunin hefur verið umfangsmest í mars í tengslum við stofnmælingu botnfiska og svo í október í tengslum við stofnmælingu að hausti. Síðustu ár hefur magasýnum einnig verið safnað í stofnmælingum rækju, bæði stofnmælingu úthafsrækju í júlí og stofnmælingum rækju á grunnslóð að hausti og vetri. Sum ár var farið í sérstaka magasýnaleiðangra, oftast að hausti en einnig í júlí. Mun færri mögum hefur verið safnað úr öðrum tegundum en þorski en þó var safnað mögum úr 20 botnfiskum í mars, júlí og nóvember 1992 sem hluti af fjölstofna verkefni Hafrannsóknastofnunarinnar, magasýnum úr ýsu, ufsa, grálúðu og karfa verið safnað í stofnmælingu að hausti síðan 1997. Síðustu 2 ár hefur fæðusýnum úr ýsu verið safnað í stofnmælingum rækju.

Söfnun á magasýnum er í eðli sínu vöktunarverkefni. Er ekki nóg að safna einu sinni eða nokkrum sinnum, heldur þarf að fylgjast með hvernig magn og samsetning fæðunnar þróast í tíma og gildir þetta ekki síst þegar beinar veiðar eru stundaðar á mikilvægustu fæðutegundunum eins og á sér stað með loðnu, kolmunna, rækju og síld, allt mjög mikilvægar fæðutegundir fyrir þorsk.

Eins og kom fram í hér að framan hefur söfnun á fæðugögnun verið umfangsmikil og regluleg í mars og október en mun minni í öðrum mánuðum. Samsetning og magn fæðu þorsks er mjög árstíðabundið og er hver mánuður ólíkur þeim næsta, ekki síst í kringum hrygningargöngur loðnunnar. Því er mikilvægt að reyna að koma af stað söfnun á fæðusýnum sem er í gangi allt árið. Slík söfnun verður þó ekki framkvæmd nema með þáttöku sjómanna. Með því að virkja sjómenn er einnig hægt að fá fæðusýni úr þorski sem var veiddur á línu, handfæri í net og dragnót en söfnun Hafrannsóknastofnunarinnar hefur nær eingöngu verið í klæddar botnvörpur. Að nota fiskiskip við söfnun í stað þess að safna í sérstökum leiðöngrum hefur bæði kosti og galla. Kostirnir hafa verið tíundaðir hér að framan en helstu gallarnir eru.

Figure: Samanburður á dreifingu sýna frá 4 fiskiskipum í febrúar 2002 og úr stofnmælingu í mars 2002.
\resizebox{10cm}{!}{\includegraphics{pscolfiles/samanbdreif.eps}}

Af þessu leiðir að magasýnasöfnun frá fiskiskipum er ekki ætlað að koma í stað hefðbundinnar söfnunar heldur að koma til viðbótar.

Verkefnið var sett í gang í upphafi árs 2001 og var hugmyndin að hvert útibú Hafrannsóknastofnunarinnar hefði samband við 4 skip sem söfnuðu magasýnum þegar þeir voru á þorskveiðum.

Sýnin voru sett í dollur eða poka, upplýsingar um lengd fisksins, dagsetningu, tíma, staðsetningu og aflabrögð voru skráð og sýnin voru síðan fryst eða sett í ísóprópanól. Í framtíðinni er hins vegar stefnt að því að öll sýnin verði fryst. Í dag er staðan sú að búið er að greina 5000 sýni frá 3 togurum, 1 handfærabát, 2 línubátum, 2 dragnótarbátum og 2 netabátum. Yfirlit yfir staðsetningu greindra sýna er á mynd 2.

Verkefnið hefur farið hægar á stað en áætlað var en hugmyndin er að vera með 4 togara, 3 línubáta, 5 handfærabáta, 2 netabáta og 2 dragnótarbáta í söfnun. Verður leitast við að hafa þá báta sem safna dreifða í allt í kringum land.

Figure: Dreifing þeirra magasýna sem hafa verið greind úr magasýnasöfnun frá fiskiskipum

Helstu niðurstöðum úr greindum sýnum verður lýst hér á eftir. Er þar oft vitnað í magafylli og er þá átt við fæðumagn í maga sem % af þyngd ránfisksins sem oftast er reiknuð út frá $W=0.01L^3$. Þyngd sýna sem voru geymd í ísóprópanóli var notuð óbreytt en prófanir Jóns Sólmundssonar frá 1997 (óbirt) bentu til að hrygningarloðna léttist um 20-25% við geymslu í ísóprópanóli og aðrar fæðutegundir léttast ábyggilega eitthvað svipað en hve mikið fer eftir lengd tíma frá söfnun að greiningu. .

Meðalmagafylli yfir einhvert svæði á einhverju tímabili er hér á eftir notað sem mælikvarði á magainnihald en einnig er oft notuð litið á hlutfall tómra maga eða hlutfall maga þar sem tiltekin fæðutegund kemur fyrir. Líta má á allar þessar stærðir sem einhvers konar mælikvarða á át þorsksins og mikilvægi einstakra fæðutegunda fyrir þorskinn.

Útreikningar á áti út frá magasýnum er eru einnig mögulegir en þau líkön sem eru notuð (meltingarhraðalíkön) eru auðvitað einföldun á raunveruleikanum. Eitt þannig líkan sem kemur frá Kjartani Magnússyni og Ólafi Karvel Pálssyni (1989) byggt á skoskum tilraunum er.


$\displaystyle Meltingarhraði = K·1.09^T\sqrt{Magainnihald}·L^(1.15)$     (1)

Það sem er hér kallað át er í raun meltingarhraði en sé litið yfir stofninn sem heild yfir einhvern tíma er eru meltingarhraði og át jafnmikil þ.a í stað meltingarhraða má setja ``Át''. Ekki verður farið yfir þessa jöfnu í smáatriðum en skv. henni eykst meltingarhraði um 9% fyrir hverja hitagráðu og til að hann tvöfaldist þarf magainnihaldið að fjórfaldast sem þýðir jú að stærri máltíðir endast lengur. Liðurinn $L^(1.15)$ segir að jú bara að það sé stærri og öflugri magi í stærri fiski.

Þegar heildarát hefur verið reiknað skv. jöfnunni hér að framan er át á einstökum tegundum reiknað skv. hlutfalli þeirra í magainnihaldinu.

Mörg önnur hliðstæð líkön hafa verið þróuð mörg talsvert flóknari og oft hefur verið reynt með tilraunum að fá mat á hve hratt mismunandi bráð meltist.

Hér á eftir verður ekki farið í að nota nein flókin meltingarhraðalíkön en lesendur eru beðnir um að hafa jöfnu 1 í huga þegar þeir eru að skoða magainnihald hjá togurum sem eru að veiða þorsk með mikilli loðnu í maga í köldum sjó og smábátum sem eru að veiða þorsk með mun minni fæðu í maga í mun hlýrri sjó.

Lengdarmæling fæðu úr mögum er annað atriði sem getur gefið skekkta mynd því stærri fæða endist lengur í maganum og er lengur mælanleg. Má leiða út að endingartími tvöfalt stærri fisks sé tvöfalt lengri.

Fæðan hefur verið greind skv. þeirri forskrift sem hafa verið notaðar í stofnmælingum Hafrannsóknastofnarinnar. Er vísað í það sem ``grófgreiningu'' en í fæðusöfnuninni árið 1992 var farið í mun nákvæmari greiningu og öll fæða greind til tegunda. Talsvert er um bæði ógreindar leifar og ógreinda fiska í þeim sýnum sem hefur verið safnað. Yfirleitt er um mikið melta fæðu að ræða sem ekki er auðvelt að greina og við greiningu út á sjó myndi ekki gefast tími til að greina þessa fæðu. Hér má hins vegar athuga hvort ekki má eyða lengri tíma í sýnin og lækka hlutfall ógreindrar fæðu. Mest er um ógreinda fæðu í sýnum sem safnað er í hlýjum sjó og þar sem frekar lítil fæða er í maga.


next up previous
Next: Yfirlit yfir söfnun Up: grein Previous: grein
Hoskuldur Bjornsson 2003-11-12