Ramb

Af aflabrögðum og ráðgjöf

Tveir reynslumiklir togveiðiskipstjórar eru ósammála ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í þorski um niðurskurð á aflamarki "um 6% á næsta fiskveiðiári til viðbótar við 13.5% niðurskurð í fyrra". Þeir segja: "Ráðgjöfin er ekki bara að okkar mati, heldur langflestra reyndustu skipstjóra og sjómanna landsins, algjört rugl ([Fisk seafood 2022-06-20](https://fisk.is/ruglud-radgjof), Morgunblaðið 2022-06-23)". Bjóða jafnframt upp á að "... kíkja jafnvel í veiðidagbækur skipanna og kynna sér raunveruleikann ...". Í þessum stúf eru bækur togveiðiskipstjóra á þessari öld skoðaðar og bornar saman við mat Hafrannsóknastofnunar á viðmiðunarstofni sem ráðgjöf byggir á. Samanburðurinn sýnir að þróun í aflabrögðum og mati á stærð stofnsins hefur verið mjög svipuð síðustu 20 árin.

More articles »

Ramb